Bóluefnin gegn kórónuveirunni, sem eru nú þegar í notkun, eru ekki ætluð börnum en nú ætlar Pfizer að koma með bóluefni fyrir börn.
AstraZeneca hefur verið að gera tilraunir með bóluefni fyrir 7-17 ára börn og Moderna einnig. Pfizer byrjaði þó fyrst á þessu eða í október á síðasta ári. Times of Israel hefur eftir Bourla að bóluefni fyrir 12-16 ára börn verði tilbúið eftir nokkrar vikur. Það þurfi síðan að fara í hefðbundið ferli til samþykktar. Hann sagðist vonast til að hægt verði að hefja bólusetningar á börnum fyrir árslok.
Í Bandaríkjunum stefna yfirvöld að því að hefja bólusetningar á börnum í stórum stíl í haust því það er að þeirra mati mikilvægur þáttur í að ná upp hjarðónæmi.