CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að reiknað hafði verið með að skálin myndi seljast á 500.000 dollara en hún seldist á 721.800 dollar eða tæplega 29.000 sinnum hærra verði en seljandinn greiddi fyrir hana á síðasta ári.
Skálin er frá tímum Mingættarinnar í Kína. Sotheby‘s vill ekki skýra frá nafni seljandans en talsmaður fyrirtækisins sagði að hann hafi ekki einu sinni reynt að prútta um verð skálarinnar þegar hann fann hana á flóamarkaðinum. Fljótlega eftir kaupin sendi hann mynd af skálinni til Sotheby‘s sem áttuðu sig strax á að hér var um merkan grip að ræða.
Skálin var frá fimmtándu öld og þykir í ótrúlega góðu standi miðað við aldur. Aðeins er vitað um sex aðrar skálar eins og þessar í heiminum og eru þær flestar á söfnum.