fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Keypti skál fyrir 4.500 krónur á flóamarkaði – Seldist fyrir 90 milljónir á uppboði

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. mars 2021 21:30

Skálin dýra. Mynd:Sotheby's

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári keypti ónafngreindur aðili litla blá og hvíta skál á flóamarkaði í New Haven í Connecticut og greiddi 35 dollara fyrir en það svarar til um 4.500 króna. Skálin var nýlega seld á uppboði hjá Sotheby‘s og verður að segja að seljandinn hafi ávaxtað pund sitt vel, eða öllu heldur dollara því skálinn seldist á rúmlega 700.000 dollara eða sem svarar til um 90 milljóna íslenskra króna.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að reiknað hafði verið með að skálin myndi seljast á 500.000 dollara en hún seldist á 721.800 dollar eða tæplega 29.000 sinnum hærra verði en seljandinn greiddi fyrir hana á síðasta ári.

Skálin er frá tímum Mingættarinnar í Kína. Sotheby‘s vill ekki skýra frá nafni seljandans en talsmaður fyrirtækisins sagði að hann hafi ekki einu sinni reynt að prútta um verð skálarinnar þegar hann fann hana á flóamarkaðinum. Fljótlega eftir kaupin sendi hann mynd af skálinni til Sotheby‘s sem áttuðu sig strax á að hér var um merkan grip að ræða.

Skálin var frá fimmtándu öld og þykir í ótrúlega góðu standi miðað við aldur. Aðeins er vitað um sex aðrar skálar eins og þessar í heiminum og eru þær flestar á söfnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp