fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Pressan

Hætta að framleiða bækur eftir Dr. Seuss – „Þessar bækur sýna fólk með hætti sem er rangur og særandi“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 16:00

Dr. Seuss er hvað þekktastur fyrir bókina sína um köttinn með höttinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex bækur eftir hinn ástsæla rithöfund Dr. Seuss verða ekki lengur framleiddar vegna rasískra og ónærgætinna mynda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dr. Seuss Enterprises.

„Þessar bækur sýna fólk með hætti sem er rangur og særandi,“ sagði talsmaður Dr. Seuss Enterprises í samtali við The Associated Press um málið á afmælisdegi látna rithöfundarins í dag. „Það að taka þessar bækur úr sölu er aðeins partur af okkar skuldbindingu þegar kemur að því að sjá til þess að bækur Dr. Seuss sýni og styðji öll samfélög og allar fjölskyldur.

Ljóst er að ekki eru allir sáttir þegar kemur að þessari ákvörðun fyrirtækisins. Svo virðist vera sem mesta reiðin vegna ákvörðunarinnar komi frá hægri vængnum en þar eru einhverjir ósáttir og segja að um sé að ræða ritskoðun. Hinn umdeildi samfélagsrýnir Ben Shapiro er á meðal þeirra sem gagnrýna ákvörðunina.

„Ég kem aftur innan skamms, ætla að kaupa allar Dr. Seuss bækurnar fyrir börnin áður en bókabrennararnir ná þeim öllum,“ sagði Shapiro í kjölfar frétta af málinu.

Þá hafa bækur Dr. Seuss verið teknar úr lestrarátaki Bandaríkjanna. Mikið af fólki á hægri vængnum í Bandaríkjunum er reitt Joe Biden vegna þessa en hann er sagður hafa tekið bækur höfundarins úr átakinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada
Pressan
Í gær

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mannætan í Klettafjöllum

Mannætan í Klettafjöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindin hafa talað: Konur eru öflugri en karlar

Vísindin hafa talað: Konur eru öflugri en karlar