fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Pressan

ESB undirbýr lagafrumvarp um kórónuvegabréf

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 22:00

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjórn ESB mun síðar í mánuðinum leggja fram tillögu um lög sem fela í sér að svokallað kórónuvegabréf verði tekið upp í aðildarríkjum sambandsins. Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnarinnar, skýrði frá þessu í gær.

Hún sagði að framkvæmdastjórnin muni leggja þetta til og vísaði þar til óska margra um að opnað verði fyrir ferðalög fólks á milli landa. Hún sagðist vonast til að á næstu mánuðum verði hægt að ljúka við tæknilegan undirbúning málsins.

Um stafrænt vegabréf verður væntanlega að ræða og til að það geti orðið að veruleika þurfa öll aðildarríkin að styðja hugmyndina sagði hún. Kórónuvegabréf mun sýna hvort búið er að bólusetja handhafa þess.

Með slíku vegabréfi verður hægt að opna meira fyrir ferðalög á milli aðildarríkja ESB því löndin geta þá gert kröfu um að fólk sýni vegabréfið þegar það kemur til landsins. ESB vinnur einnig að gerð kerfis þar sem aðildarríkin geta viðurkennt bólusetningarvottorð hvers annars.

Ekki er öruggt að öll aðildarríkin styðji þessar hugmyndir en vitað er að bæði Frakkar og Þjóðverjar eru hikandi við að gera kröfu um að fólk verði að framvísa kórónuvegabréfi þegar það ferðast á milli landa og sækir viðburði á borð við tónleika eða fer á veitingahús. Margir óttast að með slíku vegabréfi verði fólki skipt í tvo hópa, A og B.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ítalskur læknir ákærður í óvenjulegu máli þar sem kötturinn hans kemur við sögu

Ítalskur læknir ákærður í óvenjulegu máli þar sem kötturinn hans kemur við sögu
Pressan
Í gær

Leyniupptaka afhjúpar hvað Musk og félagar ætla sér að gera

Leyniupptaka afhjúpar hvað Musk og félagar ætla sér að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flutti frá Bandaríkjunum og myrti dóttur sína síðan – Sagði hana hafa birt „ámælisverð“ myndbönd á TikTok

Flutti frá Bandaríkjunum og myrti dóttur sína síðan – Sagði hana hafa birt „ámælisverð“ myndbönd á TikTok
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegur fundur í báti í Karíbahafi

Óhugnanlegur fundur í báti í Karíbahafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gripinn með buxurnar á hælunum og liminn í lúkunum í sundi – Sagðist vera að verma „kjúllan“

Gripinn með buxurnar á hælunum og liminn í lúkunum í sundi – Sagðist vera að verma „kjúllan“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann ælu – „Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“

Fann ælu – „Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“