CNN skýrir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum innan bandaríska stjórnkerfisins.
Það gæti einnig skýrt tímasetninguna að nú stendur yfir sameiginleg heræfing Bandaríkjanna og Suður-Kóreu sem er þó mun minni að umfangi en til stóð. Það hleypir einnig illu blóði í Norður-Kóreumenn að Tony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, eru nú í Asíu að ræða við japanska og suður-kóreska embættismenn.
Sérfræðingar sögðu í samtali við CNN að það þurfi ekki að koma á óvart ef Norður-Kórea gerir einhverjar vopnatilraunir núna en það sé oft gert þegar stjórnarskipti eru í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu.
Norður-Kórea hefur á undanförnum árum gert margar tilraunir með langdrægar eldflaugar og kjarnorkuvopn.