fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Rekinn út af einni pitsusneið – Fær 27 milljónir í bætur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 05:14

Þetta var dýr sneið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daginn áður en leggja átti starf hins ástralska Greg Sherry hjá Toyota niður árið 2018 var hann rekinn. Ástæðan var að fyrirtækið taldi hann hafa brotið gegn reglum þess. Málið endaði fyrir dómi og á föstudaginn hafði Greg betur og verður Toyota að greiða honum sem nemur um 27 milljónum íslenskra króna í bætur.

News.com.au skýrir frá þessu. Fram kemur að málið snúist um síðustu viðskiptaferð Greg á vegum Toyota en hún var til Melbourne. Hann fékk leyfi til að taka eiginkonu sína og tvö börn með í ferðina gegn því skilyrði að hann notaði greiðslukort fyrirtækisins eingöngu til að greiða fyrir gistingu og mat fyrir sjálfan sig, öðru yrði hann að bera kostnað af sjálfur.

Í ferðinni ákvað Greg að gefa syni sínum eina pitsusneið, af pitsu sem hann hafði greitt með fyrirtækjakortinu, því hann hafði ekki lyst á henni sjálfur. Þetta var augljóst brot á reglum fyrirtækisins að mati þess og héldu forsvarsmenn þess því fram að Greg hefði greitt fyrir kvöldmat sonar síns með greiðslukorti fyrirtækisins. Að auki taldi fyrirtækið að Greg hefði gist á dýrara hóteli en rætt hafði verið um. Hann var því rekinn samstundis og fékk sem svarar til um 10 milljóna íslenskra króna í bætur frá fyrirtækinu.

Greg var ekki sáttur við þetta og benti á að gistingin hefði verið dýrari en ella því ferðin hafi verið farin á sama tíma og Australian Open í tennis stóð yfir. Hann stefndi því Toyota og krafðist sem svarar til 27 milljóna íslenskra króna til viðbótar við þær 10 sem hann fékk strax frá fyrirtækinu. Hann sagðist eiga rétt á þessari upphæð samkvæmt samningi við fyrirtækið og að því hefði ekki verið stætt á að svipta hann greiðslunni.

Dómari var sammála honum og dæmdi Toyota til að greiða honum þessa upphæð því fyrirtækið hefði ekki haft réttmæta ástæðu til að reka hann. Dómarinn sagði að Toyota hefði aldrei gert athugasemd við störf Greg og að hann hefði margoft sett hagsmuni fyrirtækisins ofar sínum eiginn. Þess utan gat Toyota ekki sannað að Greg hefði brotið reglurnar svo alvarlega að það réttlætti uppsögn án þess að hann fengi aðvörun fyrst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io
Pressan
Fyrir 3 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Á síðustu 12 mánuðum hafa metin fallið sem aldrei fyrr“

„Á síðustu 12 mánuðum hafa metin fallið sem aldrei fyrr“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Enn þenst norski olíusjóðurinn út – 234.000 milljarðar

Enn þenst norski olíusjóðurinn út – 234.000 milljarðar