fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Bretar segja Rússa helstu ógnina og hyggjast fjölga kjarnorkuvopnum sínum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 07:45

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretum stafar mest ógn af Rússlandi af öllum þjóðum og hyggjast Bretar fjölga kjarnorkuvopnum sínum. Þeir ætla einnig að láta meira að sér kveða í hátæknimálum á netinu.

Boris Johnson, forsætisráðherra, tilkynnti þetta á mánudaginn þegar hann tilkynnti um mikla endurnýjun breska hersins og á utanríkisstefnu landsins. CNN skýrir frá þessu.

Til að ná þessu markmiði ætlar ríkisstjórnin að auka útgjöld til varnarmála um 24 milljarða punda á næstu fjórum árum sem verður að teljast umtalsverð aukning í ljósi þess að frá 2019 til 2022 voru útgjöldin 42,2 milljarðar.

Ríkisstjórnin hét því einnig að setja tugi milljarða punda í ýmis önnur verkefni. Þar á meðal 15 milljarða í rannsóknir og þróun í vísinda- og tæknistarfi. Rúmlega 17 milljarða í baráttuna gegn loftslagsbreytingunum og til að styrkja líffræðilegan fjölbreytileika og 13 milljarða til baráttunnar gegn kórónuveirunni.

Í stefnu ríkisstjórnarinnar kemur fram að varnar- og efnahagssamstarfið við Bandaríkin sé það mikilvægasta samstarf Bretlands við önnur ríki. Einnig heita Bretar að styðja dyggilega við bakið á NATO og þeir hyggjast einnig auka umsvif sín á alþjóðavettvangi, aðallega til að mæta þeim áskorunum sem þeir telja sig standa frammi fyrir vegna aukinna umsvifa Kínverja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim