fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Barnshafandi 17 ára stúlka hvarf fyrir 36 árum – Nú hefur lögreglan leyst málið eða hvað?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 05:20

Andlitsmynd af Lisu sem lögreglan lét búa til og Lisa. Mynd:Bensalem Township Police Department

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Bensalem, sem er úthverfi í Philadelphia í Bandaríkjunum, tilkynnti í síðustu viku að hún hefði leyst 36 ára gamla ráðgátu um hvarf hinnar 17 ára Lisu Todd sem var barnshafandi þegar hún hvarf. En þrátt fyrir að lögreglan telji sig hafa leyst málið þá er því kannski ekki alveg lokið.

„Bróðir hennar var orðlaus,“ sagði Christopher McMullin, lögreglumaður þegar niðurstaðan var kynnt. CBS Philly skýrir frá þessu.

Þetta hörmulega mál hófst haustið 1985 þegar Lisa skilaði sér ekki heim eftir að hafa farið í göngutúr frá heimili sínu í Philadelpha. Hún var gengin sex mánuði með barn sitt.

Í janúar 1988 fannst beinagrind í brunni við gamalt brugghús í Bensalem sem var ekki lengur í notkun. Ekki reyndist unnt að bera kennsl á beinagrindina annað en að hér hafði verið um barnshafandi konu á aldrinum 17 til 23 ára að ræða. Út frá þessu mætti ætla að augljóst hafi verið að beinagrindin tengdist máli Lisu en svo virðist sem enginn hafi komið auga á þau tengsl.

Af óútskýranlegum ástæðum hafði öllum upplýsingum um mál Lisu verið eytt úr skrám lögreglunnar daginn sem hún hefði orðið 18 ára. Af þessum sökum var mál hennar aldrei tengt við líkið í brunninum. Lögreglan í Bensalem skýrði frá þessu í síðustu viku.

Þetta varð til þess að í gegnum árin rannsakaði lögreglan mál beinagrindarinnar öðru hverju og reyndi að bera kennsl á hana. Með DNA-rannsóknum og aðstoð ættfræðinga tókst að lokum að búa til ættartré. Chris McMullins fékk það verkefni að stýra rannsókn málsins og setja sig í samband við hugsanlega ættingja. Nýlega komst hann svo í samband við bróður Lisu. „Eftir að ég hafði farið yfir málið sagði ég: „Átt þú einhver systkin sem eru horfin?“ Hann svaraði: „Já, ég á systur sem hvarf haustið 1985.“,“ sagði McMullin á fréttamannafundi á föstudaginn.

Hann sagði að bróðurnum hafi létt, verið hissa og snortin þegar hann fékk loksins upplýsingar um hvað hefði orðið um systur hans. Hann sagði einnig að Lisa hefði átt tveggja ára son þegar hún hvarf.

Lögreglan veit ekki enn hvort Lisu hafi verið ráðinn bani eða hvort um óhapp hafi verið að ræða að hún endaði í brunninum. Lögreglan hefur því biðlað til almennings um upplýsingar. „Málinu lýkur ekki hér. Það er einhver þarna úti sem veit eitthvað,“ sagði Frederick Harran, lögreglustjóri, á fréttamannafundinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum