fbpx
Miðvikudagur 14.ágúst 2024
Pressan

Mjanmar er á barmi borgarastyrjaldar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 06:58

Min Aung Hlaing er yfirmaður hersins. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lýðræðisleg skuggastjórn í Mjanmar hvetur nú til byltingar og vill mynda bandalag með hinum ýmsu fámennu hersveitum hinna ýmsu hópa í landinu. Helgin var blóðug í landinu og Kínverjar eru nú við það að dragast inn í átökin í landinu eftir að mótmælendur kveiktu í 32 kínverskum fyrirtækjum um helgina.

Herinn skaut á mótmælendur víða um land um helgina, aðallega í Yangon og Mandalay. 44 létust. Frá því að herinn rændi völdum hafa að minnsta kosti 120 fallið fyrir byssukúlum hans að sögn samtakanna the Assistance Association for Political Prisoners. Ekki er vitað hversu margir hafa særst en talið er að það séu mjög margir.

Kínversk stjórnvöld segja að tveir Kínverjar hafi slasast þegar ráðist var á kínversk fyrirtæki í Yangon. Fjárhagslegt tjón Kínverja hleypur á sem nemur mörg hundruð milljónum íslenskra króna. Kínverska sendiráðið í Mjanmar sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það hvatti lögregluna til að vernda kínversk fyrirtæki í landinu. Á fréttamannafundi í utanríkisráðuneytinu í Peking sagði talsmaður þess að Kínverjar vildu aðeins að friður ríkti í Mjanmar og hafi enga skoðun á hvernig stjórn á að vera við völd þar. Hann viðurkenndi þó að kínversk stjórnvöld fylgist vel með þróuninni og hafi miklar áhyggjur af öryggi Kínverja í Mjanmar.

Mótmælendur í Mjanmar hafa ekki sakað Kínverja um að vera í slagtogi við herinn en saka þá um að halda sig til hlés og koma í veg fyrir að öryggisráð SÞ samþykki ályktanir sem beinast gegn herforingjastjórninni.

Lýðræðislega skuggastjórn landsins samanstendur af 60 til 70 þingmönnum, sem voru kosnir í lýðræðislegum kosningum síðasta haust. Hún hefur nú breytt um stefnu og skipt úr því að hvetja til borgararlegrar óhlýðni og allsherjarverkfalla yfir í að hvetja til þess að tekist verði á við herinn með valdi.

Það er því ljóst að ástandið í landinu er eldfimt og að það rambar á barmi borgarastyrjaldar. Síðan er spurning hvort Kínverjar muni blanda sér í málin en löndin liggja saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla
Pressan
Í gær

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu
Pressan
Í gær

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit
Pressan
Fyrir 3 dögum

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið