En hvernig stendur á því að 12 ára gömul mynd skaust á nýjan leik í toppsætið? Svarið við því er að finna í Kína. Myndin var nýlega tekin til sýninga í kvikmyndahúsum þar í landi en ekki er um auðugan garð að gresja hvað varðar nýjar kvikmyndir þessa dagana þar sem lítið er framleitt vegna heimsfaraldursins. Kínverskir kvikmyndahúsagestir hafa tekið myndinni vel og flykkst til að sjá hana.
Á fyrstu tveimur sýningardögunum í Kína voru tekjur af myndinni 12,3 milljónir dollara og það dugði til að komast upp fyrir Endgame. Samkvæmt tilkynningu frá Disney, sem á sýningarrétt á báðum myndunum þá eru heildartekjurnar af Avatar nú orðnar 2.802 milljónir dollara en af Endgame eru þær 2.797 milljónir dollara.