fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Avatar er aftur orðin tekjuhæsta kvikmynd sögunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 07:44

Skjáskot úr Avatar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau óvæntu tíðindi áttu sér stað í síðustu viku að kvikmyndin Avatar, sem var frumsýnd 2009, tyllti sér á topp listans yfir tekjuhæstu myndir allra tíma. Hún ýtti þar með AvengersEndgame niður í annað sætið en sú mynd náði toppsætinu fyrir tveimur árum og ýtti þá einmitt Avatar úr því.

En hvernig stendur á því að 12 ára gömul mynd skaust á nýjan leik í toppsætið? Svarið við því er að finna í Kína. Myndin var nýlega tekin til sýninga í kvikmyndahúsum þar í landi en ekki er um auðugan garð að gresja hvað varðar nýjar kvikmyndir þessa dagana þar sem lítið er framleitt vegna heimsfaraldursins. Kínverskir kvikmyndahúsagestir hafa tekið myndinni vel og flykkst til að sjá hana.

Á fyrstu tveimur sýningardögunum í Kína voru tekjur af myndinni 12,3 milljónir dollara og það dugði til að komast upp fyrir Endgame. Samkvæmt tilkynningu frá Disney, sem á sýningarrétt á báðum myndunum þá eru heildartekjurnar af Avatar nú orðnar 2.802 milljónir dollara en af Endgame eru þær 2.797 milljónir dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?