fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Átta skotnir til bana á nuddstofum í Atlanta í gærkvöldi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 05:32

Gold Spa er meðal þeirra nuddstofa þar sem morð voru framin. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti átta voru skotnir til bana á þremur nuddstofum í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þrír voru myrtir á nuddstofu í norðausturhluta borgarinnar, einn á nuddstofu hinum megin við götuna, og fjórir á nuddstofu norðan við borgina.

Rodney Bryant, lögreglustjóri í Atlanta, sagði að fjórar konur, hið minnsta, væru á meðal fórnarlambanna og að þrjár þeirra væru líklega af asískum uppruna.

Um klukkan 18 að staðartíma barst lögreglunni tilkynning um rán í nuddstofu. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir þrjár konur sem höfðu verið skotnar til bana. Á sömu stund barst tilkynning um skothríð á nuddstofu hinum megin við götuna. Þar fundu lögreglumenn konu sem hafði verið skotin til bana en árásarmaðurinn var á bak og burt.

Síðar kom í ljós að norðan við Atlanta hafði staðarlögreglunni verið tilkynnt um skothríð á nuddstofu um klukkan 17 eða klukkustund áður en slíkar tilkynningar bárust í borginni sjálfri. Þar höfðu fimm verið skotnir. Tveir voru látnir þegar lögreglan kom á vettvang og tveir til viðbótar létust á sjúkrahúsi.

Upptökur úr eftirlitsmyndavél komu lögreglunni á spor meints morðingja, Robert Aron Long, sem var handtekinn í gærkvöldi um 240 kílómetra sunnan við Atlanta eftir eftirför. Lögreglan greip að lokum til þess ráðs að aka á bíl hans og þannig náðist að stöðva hann og handtaka. Lögreglan telur að Long hafi staðið á bak við allar árásirnar þrjár.

Robert Aron Long. Mynd:EPA
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“