fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Pressan

Söguleg tíðindi í Bandaríkjunum – Fyrsti ráðherrann af ættum frumbyggja

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 17:30

Deb Haaland. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi er ljóst að Deb Haaland verður innanríkisráðherra í ríkisstjórn Joe Biden. Þetta eru söguleg tíðindi því Haaland er fyrsti ráðherrann af ættum frumbyggja.

Hún hefur verið þingmaður demókrata í fulltrúadeildinni síðan 2019 fyrir Nýju-Mexíkó. Haaland, sem er sextug, er af ætt Laguna Pueblo sem er ein ætt frumbyggja Bandaríkjanna. Hún mun nú stýra innanríkisráðuneytinu og rúmlega 70.000 starfsmönnum þess.

Öldungadeildin samþykkti tilnefningu hennar eftir viðburðaríka yfirheyrslu yfir henni hjá orku- og náttúruauðlindanefnd deildarinnar. Þar spurðu þingmenn Repúblikana hana út í hennar þátt í mótmælunum gegn Keystone XL olíuleiðslunni sem átti að flytja olíu til Bandaríkjanna frá Kanada. Repúblikanar voru einnig áhugasamir um stuðning hennar við nýju bandarísku loftslagsáætlunina.

Þegar upp var staðið fékk Haaland 51 atkvæði af 100 í öldungadeildinni. 40 greiddu atkvæði á móti tilnefningu hennar. Repúblikanarnir Lindsey Graham, Lisa Murkowski og Susan Collins studdu hana í embættið.

Í færslu á Twitter þakkaði Haaland öldungadeildinni fyrir að hafa staðfest tilnefninguna: „Ég þakka öldungadeildinni fyrir atkvæðagreiðsluna í dag. Sem innanríkisráðherra hlakka ég til að starfa með deildinni. Ég er til þjónustu reiðubúin,“ skrifaði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði