fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Risastór loftsteinn fer nærri jörðinni í næstu viku

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 22:30

Loftsteinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næsta sunnudag fer risastór loftsteinn nærri jörðinni, sá stærsti sem mun fara svona nærri plánetunni okkar á þessu ári, svo vitað sé. Bandaríska geimferðastofnunin NASA skýrir frá þessu.

Fólk getur andað rólega því engar líkur eru á að loftsteinninn lendi í árekstri við jörðina því hann fer fram hjá í um tveggja milljóna kílómetra fjarlægð sem er rúmlega fimm sinnum lengri vegalengd en til tunglsins. Þetta er þó ekki meiri fjarlægð en svo að hann fellur undir flokk þeirra loftsteina sem geta hugsanlega ógnað jörðinni.

Loftsteinninn uppgötvaðist fyrir 20 árum og fékk þá hið þjála nafn 2001 FO32. Hann er talinn vera um 900 metrar í þvermál og þýtur fram hjá jörðinni á um 124.000 km/klst. en það er meiri hraði en flestir þeir loftsteinar, sem fara fram hjá jörðinni, ná.

Ef veður leyfir verður hægt að sjá hann með millistórum sjónaukum frá suðurhveli jarðar og suðurhluta norðurhvelsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim