Þetta er mat mannréttindasamtakanna The Syrian Observatory for Human Rights sem telja að flest fórnarlömbin hafi verið óbreyttir borgarar.
Stríðið hefur haft hörmulegar afleiðingar fyrir óbreytta borgara og kannski sérstaklega börn í landinu. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, telur að níu af hverjum tíu börnum í landinu þurfi á mannúðaraðstoð að halda. Hungur og fátækt eru algeng og milljónir barna ganga ekki í skóla og mörg þúsund eru særð eða hafa látist.
Börn niður í sjö ára hafa verið tekin í þjónustu vopnaðra hópa og samtaka og fjöldi þeirra barna sem þjáist andlega er gríðarlegur að sögn UNICEF sem telur að rúmlega 6.400 börn hafi látist í átökunum.