Bloomberg News skýrir frá þessu. Fram kemur að í Bandaríkjunum höfðu 107 milljónir skammta verið gefnir en það svarar til 32,2 skammta á hverja 100 landsmenn. Þetta þýðir að fleiri Bandaríkjamenn hafa nú fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefninu en hafa smitast af veirunni.
Í síðustu viku voru að meðaltali gefnir 2,4 milljónir skammta af bóluefnum í Bandaríkjunum. Ef bólusetningar halda áfram með þessum hraða mun taka um fimm mánuði að bólusetja 75% af landsmönnum með þeim bóluefnum sem þarf að gefa tvo skammta af.
Í ESB ganga bólusetningar ekki jafn hratt og í Bandaríkjunum en samkvæmt tölum Bloomberg News er búið að gefa 49,2 milljónir skammta í aðildarríkjum sambandsins. 7,5% íbúa þess hafa fengið að minnsta kosti einn skammt. Í Bandaríkjunum er hlutfallið 21%.