fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Hildur fékk Grammy og Beyoncé setti met

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. mars 2021 04:53

Hildur þakkaði fyrir sig í gegnum fjarfundabúnað. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Guðnadóttir bætti enn einni rósinni í hnappagatið í gærkvöldi þegar hún fékk Grammyverðlaun fyrir tónlistina í stórmyndinni um Jókerinn. Áður hafði Hildur hlotið Óskarsverðlaun, Golden Globeverðlaun og BAFTA-verðlaun fyrir tónlistina í myndinni. Bandaríska söngkonan Beynocé setti met á hátíðinni en hún varð sú kona sem hefur fengið flest Grammyverðlaun.

Hildur var tilnefnd til verðlauna fyrir verkið „Bathroom Dance“ í öðrum flokki en sigraði ekki í honum. Hún ávarpaði hátíðina í gegnum fjarfundabúnað og sagðist vera þakklát fyrir verðlaunin. Engir gestir voru á hátíðinni í ár vegna heimsfaraldursins.

Hildur fékk einnig Grammyverðlaun á síðasta ári, þá fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Daníel Bjarnason og Sinfóníuhljómsveit Íslands voru tilnefnd fyrir besta tónlistarflutning hljómsveitar fyrir flutning og hljómsveitarstjórn á plötunni Concurrence en sigruðu ekki.

Beooncé og Megan Thee Stallion. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

 

Blue Ivy Carter, níu ára dóttir Beyoncé og Jay Z, fetaði í fótspor foreldra sinna en hún fékk sín fyrstu Grammyverðlaun í nótt og móðir hennar bætti í veglegt safn sitt. Blue Ive Carter varð næst yngsti verðlaunahafi sögunnar þegar hún fékk verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið, Brown Skin Girl. Hún deilir verðlaununum með móður sinni sem sló met þegar hún fékk sín fjórðu verðlaun í nótt en þá var hún samtals komin upp í 28 Grammyverðlaun í gegnum tíðina og hefur engin kona hlotið fleiri Grammyverðlaun. „Sem listakona tel ég að það sé starf mitt að endurspegla þann tíma sem við lifum á og þetta hefur verið erfiður tími,“ sagði hún þegar hún tók við verðlaunum fyrir lagið „Black Parade“.

Taylor Swift komst einnig í sögubækurnar í nótt þegar hún fékk verðlaun fyrir bestu plötu ársins, Folklore, sem hún gaf út í júlí á síðasta ár. Hún varð þar með fyrsta konan í sögu verðlaunanna til að sigra þrisvar í þessum flokki en hún sigraði einnig með plötunum „1989“ og „Fearless“.

Taylor Swift fékk enn ein verðlaunin. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

 

Meðal helstu verðlauna kvöldsins voru:

Besti nýi listamaðurinn – Megan Thee Stallion

Besta kántríplatan – Miranda Lambert fyrir „Wildcard“

Besta lag ársins – H.E.R. – „I Can‘t Breathe“

Besta rapplagið – Megan Thee Stallion og Beyoncé fyrir „Savage“

Besti R & B flutningurinn – Beyoncé fyrir „Black Parade“

Plata ársins – Taylor Swift fyrir „Folklore“

Besta tónlistarmyndbandið – Beyoncé og Blue Ivy Carter fyrir „Brown Skin Girl“

Besta rokkplatan – The Strokes fyrir „The New Abnormal“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 4 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“