fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Trump hótar að lögsækja fyrrum vini sína

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. mars 2021 14:00

Trump er til rannsóknar vegna meints kosningasvindls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu sent hótunarbréf til fyrrum vina sinna í Repúblikanaflokknum. Trump hefur þó ekki sjálfur skrifað bréfin eða sett í póst, það hafa lögmenn hans séð um fyrir hans hönd.

„Ef þið haldið áfram að nota nafn forsetans í herferðum ykkar höfum við í hyggju að höfða mál og krefjast bóta,“ segir í þessum bréfum að sögn Politico.  Bréfin voru send til leiðtoga landsnefndar Repúblikanaflokksins, The National Republican Senatorial Committee og The National Republican Congressional Committee.

„Þeir geta ekki atað forsetann auri en um leið notað vinsældir hans til að safna milljónum,“ segir í fréttatilkynningu frá lögmönnum Trump.

Allt frá því að Trump beið ósigur fyrir Joe Biden í forsetakosningunum í byrjun nóvember hefur Trump átt í orðaskaki við marga af fyrrum vinum sínum í Repúblikanaflokknum en margir þeirra hafa gagnrýnt hann og ef það er eitthvað sem Trump þolir ekki þá er það gagnrýni.

Það fer að vonum í taugarnar á Trump að þessir sömu aðilar notfæra sér nafn hans og myndir af honum við eigin fjáraflanir fyrir kosningar í framtíðinni. Því fá þeir nú að kenna á Trump og lögmönnum hans.

Trump hefur lengi verið duglegur við að vernda nafn sitt sem er vörumerki sem má sjá á hótelum, golfklúbbum og spilavítum. New York Post segir að Trump hafi í gegnum tíðina lögsótt að minnsta kosti 187 manns fyrir að nota nafn hans í leyfisleysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim