ITV skýrir frá þessu. Jenkins skrifaði lesandabréf í dagblaðið the Western Telegraph nýlega þar sem hann sagði að Stonehenge væri ferðamannastaður sem aflaði milljóna punda í tekjur árlega.
Hann sagði jafnframt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, myndi kannski benda á að Englendingar hafi ekki fengið steinana því England, eins og það er í dag, hafi aðeins verið til í um 1.500 ár en Stonehenge er um 5.000 ára gamalt, en það breyti engu.
Velskir þjóðernissinnar hafa hrundið undirskriftasöfnun af stað á netinu þar sem þeir krefjast þess að steinunum verði skilað til Wales því það myndi gagnast Wales vel efnahagslega og félagslega.