fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Atferlisfræðingur segir að fólk verði hissa á hversu lengi kórónuvenjurnar muni vara

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. mars 2021 22:30

Notar þú handspritt? Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virðir þú tveggja metra regluna? Notar þú spritt þegar þú kemur inn í hús eða nýtt rými? Sleppir þú því að heilsa með handabandi? Þetta er eitthvað sem margir hafa tamið sér eftir að heimsfaraldurinn skall á. En það getur liðið drjúgur tími þar til við hættum að hegða okkur svona. Að minnsta kosti er það mat norska atferlisfræðingsins Jørgen Dalen.

TV2 skýrir frá þessu. „Margir láta stjórnast af þeim væntingum sem þeir hafa. Þeir vilja fá það til baka sem þeir hafa misst. En það er ýmislegt sem bendir til að við verðum að sýna þolinmæði áfram,“ sagði hann.

Aðspurður sagðist hann telja að hvað varðar handþvott, bæði með spritti og vatni og sápu, þá sé ekki auðvelt að hætta honum. Sálfræðilega séð sé þetta eitthvað sem muni vara lengi. Hann telur að þegar heimsfaraldrinum lýkur muni fólk halda þessu áfram í tvö til þrjú ár.

Hvað varðar faðmlög og handabönd þá telur hann að langur tími muni líða þar til fólk fer að faðmast og heilsast með handabandi á nýjan leik. Þetta sé eitt af því sem hefur verið talið ein helsta smitleiðin í faraldrinum og því muni líða langur tími þar til fólki finnst í lagi að faðma fólk eða heilsa því með handabandi. En þetta þýðir ekki að fólk muni ekki hella sér út í mannleg samskipti um leið og hægt verður, það mun bara fara hægt í sakirnar hvað varðar faðmlög og handabönd.

Hvað varðar ferðalög sagði Dalen að þrátt fyrir að heimsfaraldurinn hafi nær algjörlega lokað á ferðalög til útlanda þá hafi hann ekki lokað á þörf fólks fyrir upplifanir og það hafi fundið sér nýjar leiðir í þeim efnum og muni halda því áfram því hann telur að tvö til þrjú ár líði þar til fólk hefur tekið upp fyrri ferðavenjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum