Texas er fimmta ríkið sem fellir kröfuna um notkun andlitsgríma úr gildi. Ekkert land í heiminum hefur farið jafn illa út úr faraldrinum og Bandaríkin ef miðað er við dánartölur. Smitum hefur þó farið fækkandi síðan í janúar.
„Það er kominn tími til að opna Texas 100%,“ sagði Gregg Abbott, ríkisstjóri, í síðustu viku þegar hann kynnti fyrirætlanirnar um afnám sóttvarnaðgerðanna.
Hafnarboltaliðið The Texas Rangers ætlar að vera fyrsta stóra atvinnumannaliðið í Bandaríkjunum til að hleypa áhorfendum inn á heimavöll sinn á nýjan leik. Talsmenn liðsins tilkynntu á miðvikudaginn að þeir hafi í hyggju að selja 40.300 miða á heimaleiki sína í lok mars og byrjun apríl en það þýðir að selt verður í öll sæti á vellinum.
Samkvæmt upplýsingum frá Johns Hopkins háskólanum þá hafa um 530.000 manns látist af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. Þar af um 46.000 í Texas.