fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Fundu leynigöng frá miðöldum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. mars 2021 05:40

Umrædd göng. Mynd:Western Power Distribution

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæknimaður hjá Western Power Distribution í Wales gerði nýlega merkilega uppgötvun í Wye Valley í Monmouthshire. Þar uppgötvaði hann jarðgöng frá miðöldum. Þau eru 122 sm á hæð og þykja ákaflega merkileg.

Þau fundust í tengslum við uppsetningu nýrra rafmagnsstaura. BBC skýrir frá þessu.

„Skömmu eftir að við byrjuðum að grafa gerði hópurinn merka uppgötvun. Í fyrstu töldu þeir að um helli væri að ræða,“ segir í fréttatilkynningu frá Western Power Distribution.

Haft er eftir Allyn Gore, tæknimanni, að hann hafi tekið þátt í mörgum verkefnum á vegum fyrirtækisins þar sem gamlir brunnar og kjallarar hafi fundist en aldrei fyrr hafi hann verið með þegar eitthvað svona spennandi hafi fundist.

Göngin voru ekki merkt inn á nein kort en fyrirtækið er með kort sem ná allt aftur til nítjándu aldar.

Öll vinna á svæðinu hefur verið stöðvuð og fornleifafræðingar verða sendir á staðinn til að rannsaka göngin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“