fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Sænsk amma faldi sprengiefnið í brjóstahaldaranum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 20:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlí á síðasta ári gerði sænska lögreglan húsleit í íbúð í Alby. Þar fundust þrjú skotvopn og eitt kíló af sprengiefni. Kona á sjötugsaldri reyndi að fela sprengiefnið fyrir lögreglunni með því að setja það í brjóstahaldarann sinn en það komst upp um hana.

Lögreglan gerði húsleitina eftir að hún fann kókaín sem var talið vera í eigu 18 ára manns sem bjó í íbúðinni. Við leit í íbúðinni fundust tvær sjálfvirkar skammbyssur og sjálfvirk vélbyssa með hljóðdeyfi. Að auki fundust skotvopn.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Fram kemur að við húsleitina hafi amma unga mannsins verið ansi óróleg og vildi fá að fara á klósettið. Lögreglumenn leituðu fyrst á henni og fundu þá sprengiefnið í brjóstahaldara hennar og vasa. Að auki var hún með smávegis af kannabis á sér.

Amman var handtekin sem og ungi maðurinn, móðir hans og föðursystir hans.

Í síðustu viku var móðir hans dæmdi í 16 mánaða fangelsi fyrir að hafa hvatt til afbrota og aðstoðað við þau. Amman fékk 18 mánaða dóm fyrir að hafa falið sprengiefnið. Enn á eftir að kveða upp dóm yfir unga manninum og öðrum manni sem er einnig ákærður í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga