fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Kínverjar gera endanlega út af við stjórnarandstöðuna í Hong Kong

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 22:00

Hong Kong. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú liggur lagafrumvarp fyrir kínverska þinginu sem kveður á um að allir þeir sem vilja bjóða sig fram í kosningum í Hong Kong í framtíðinni verði að hljóta blessun yfirvalda. Í frumvarpinu er kveðið á um að aðeins „föðurlandsvinir“ megi bjóða sig fram en ekki er skilgreint hvað átt er við með því. En ljóst er að með þessu losar kínverski kommúnistaflokkurinn sig við stjórnarandstöðuna í Hong Kong sem hefur verið flokknum mikill þyrnir í augum enda ekki heimilt að andmæla flokknum.

Þegar kínverska þingið var sett á föstudaginn var frumvarpið kynnt undir formerkjum um breytingu á kosningakerfinu í Hong KongWang Chen, formaður fastanefndar þingsins, sagði þá að Kína vildi „aðlaga og bæta“ kosningakerfið með því „að taka upp ákvæði um að föðurlandsvinir stýrir Hong Kong“.

Frumvarpið verður nú tekið til meðferðar hjá fastanefndinni og því liggja öll smáatriði þess ekki fyrir. En grunnforsenda frumvarpsins er að stjórnarandstaðan verður svipt öllum áhrifum. Frumvarpið á aðeins um ferlið við val á frambjóðendum til þjóðþingsins en því verður í framtíðinni stýrt af kjörstjórn sem er nú þegar til og hefur það hlutverk að útnefna pólitískan leiðtoga Hong Kong en nú en það Carrie Lam sem gegnir því embætti. Væntanlega verður fjölgað í kjörstjórninni úr 1.200 fulltrúum í 1.500. Þetta mun tryggja kommúnistaflokknum algjöra stjórn á ferlinu.

Kjörstjórnin mun einnig fá fleiri verkefni eins og að útnefna 20 eða 30 þingmenn af þeim 90 þingmönnum sem eiga að sitja á þingi Hong Kong í framtíðinni. Hún þarf einnig að samþykkja alla frambjóðendur til þings.

Eins og staðan er á þinginu núna þá verður ekki mikil breyting því stjórnarandstaða er þar ekki til staðar því síðasta haust rak kínverska stjórnin hluta af þingmönnum stjórnarandstöðunnar af þinginu því þeir þóttu ekki nægilega miklir föðurlandsvinir. Í kjölfarið hættu aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar að mæta til starfa.

Fyrir liggur að lágmarkskröfurnar til að vera talinn föðurlandsvinur verða að sýna Kína algjöra hollustu sem og kommúnistaflokknum.

Lögin verða nú fínpússuð á kínverska þinginu og síðan send til umsagnar hjá Carrie Lam og stjórn hennar. Lam hefur nú þegar sagt að hún sjái ekkert athugavert við þessar breytingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?