fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Algjört hrun blasir við brasilíska heilbrigðiskerfinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 07:50

Sjúklingur á sjúkrahúsi í Manaus. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gærdagurinn kemst í sögubækurnar í Brasilíu og það ekki af góðu tilefni. Aldrei hafa jafn margir látist af völdum COVID-19 á einum degi þar í landi eins og í gær en 1.972 dauðsföll voru skráð. Í nýrri skýrslu kemur fram að heilbrigðiskerfi landsins sé að hruni komið vegna heimsfaraldursins.

BBC segir að samkvæmt því sem fram kemur í nýrri skýrslu frá Fiocruz rannsóknarstofnuninni þá séu rúmlega 80% gjörgæslurýma í höfuðborgum 25 ríkja landsins nú þegar full en ríkin eru 27. Í 15 af stærstu borgum landsins eru að minnsta kosti 90% af gjörgæslurýmunum upptekin. Í Porto Alegre og Campo Grande eru öll gjörgæslurými full og gott betur en það.

Í skýrslunni varar Fiocruz við of miklu álagi og jafnvel hruni heilbrigðiskerfisins. Skýrsluhöfundar leggja áherslu á að nauðsynlegt sé að grípa til sóttvarnaaðgerða á borð við að fólk stundi félagsforðun og noti andlitsgrímur.

Alls hafa rúmlega 168.000 látist af völdum COVID-19 í Brasilíu en aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist eða rúmlega 500.000. Ef dánartíðnin er reiknuð út frá íbúafjölda er Brasilía í 25. sæti eftir því sem kemur fram á worldometers.info. Meðal þeirra ríkja sem eru ofar en Brasilía á þeim lista eru Svíþjóð, Bretland, Bandaríkin og Frakkland.

Í síðustu viku var skýrt frá því að neyðarteymi ríkisstjórnarinnar reiknar með að dagleg dauðsföll af völdum COVID-19 verði orðin um 3.000 fljótlega ef ekki verður gripið til aðgerða. Talið er að yfirstandandi bylgja veirunnar í landinu sé verri en ella vegna P.1 afbrigðisins, oft nefnt brasilíska afbrigðið, sem er talið meira smitandi en önnur afbrigði og virðist eiga auðveldara með að smita fólk sem hefur áður smitast af veirunni.

Jair Bolsonaro, forseti, hefur hvað eftir annað gert lítið úr þeirri hættu sem veiran veldur og nýlega bað hann landsmenn um að hætta að „kvarta“. Hann hefur einnig sagt að faraldurinn sé bara eins og „smávægileg inflúensa“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland