Niðurstaðan byggist á rannsókn á 500 manns á þessum aldri. Svenska Dagbladet skýrir frá þessu. „Þetta sýnir að smitum hefur fjölgað nýlega og það á einnig við um þennan aldurshóp,“ er haft eftir Erik Melén, verkefnastjóra rannsóknarinnar. Hann sagði jafnframt mikilvægt að allt sem hægt er verði gert til að takmarka útbreiðslu veirunnar þar til búið er að bólusetja fólk.
Rannsóknin sýnir einnig að einn af hverjum tíu, sem greindist með mótefni, hafði ekki fundið til neinna sjúkdómseinkenna.
Í heildina hafa tæplega 660.000 Svíar greinst með kórónuveiruna og um 13.000 hafa látist af hennar völdum.