fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Harðar sóttvarnaaðgerðir í Tékklandi – Forsætisráðherrann viðurkennir „allt of mörg mistök“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. mars 2021 06:57

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins skall á síðla síðasta sumars hafa Tékkar átt erfitt með að hrista hana af sér. Í fyrstu bylgjunni, síðasta vor, var landið eitt þeirra sem var hægt að líta til og gleðjast yfir lágum smittölum. En nú er staðan allt önnur og landið er meðal þeirra ríkja heims þar sem staðan er einna verst þessa dagana. Af þessum sökum lýsti ríkisstjórnin yfir neyðarástandi á föstudaginn og í dag taka harðar sóttvarnaaðgerðir gildi.

Á heimsvísu hefur smitum fækkað síðustu sex vikur og víða er verið að ræða um að stíga varfærnisleg skref í að aflétta sóttvarnaaðgerðum í aðildarríkjum ESB. En í Tékklandi hefur smitum farið fjölgandi. Í gær greindust tæplega 15.000 smit. Það er aðallega B117 afbrigði veirunnar, stundum kallað enska afbrigðið, sem leggst þungt á Tékka þessa dagana og reynir á þolmörk heilbrigðiskerfisins. CNN skýrir frá þessu.

CNN spurði nokkra sérfræðinga út í stöðuna í Tékklandi og af hverju baráttan gegn faraldrinum hafi gengið svo illa þar. Jan Kulveit, hjá Future of Humanity Institute hjá Oxford Universitet, sagði að ríkisstjórnin hafi fylgt þeirri ólánssömu stefnu að taka ákvarðanir út frá stöðu sjúkrahúsanna, hversu mörgum þau gætu tekið við. Með þessu hafi ákvarðanirnar oft verið teknar of seint.

Ríkisstjórnin vildi ekki skylda fólk til að nota andlitsgrímur. Mynd:Getty

Andrej Babis, forsætisráðherra, viðurkenndi á föstudaginn að ríkisstjórnin hefði „gert allt of mörg mistök“ að sögn CNN. „Ég skil að þetta er erfitt en þetta er mjög nauðsynlegt. Ég vona að við sýnum því öll skilning og gefi okkur eitt tækifæri enn þannig að við komumst í gegnum þetta saman,“ sagði hann.

Rastislav Madar, farsóttafræðingur og yfirmaður læknadeildar Ostrava háskólans, segir að það séu aðallega þrenn mistök sem ríkisstjórnin hafi gert sem valdi því að staðan er svona slæm. Hann sat áður í samhæfingarnefnd kórónuveirusérfræðinga tékknesku ríkisstjórnarinnar en sagði sig úr henni þegar ríkisstjórnin vildi ekki fylgja ráðum hennar um að gera notkun andlitsgríma að skyldu í ágúst þegar faraldurinn blossaði upp á nýjan leik. CNN hefur eftir honum að það hafi verið fyrstu mistök ríkisstjórnarinnar. Þau næstu hafi verið að ákveðið var að leyfa verslunum að opna á nýjan leik fyrir jólin og þau þriðju voru að hans mati að ekki var brugðist við þegar B117 afbrigðið greindist í landinu í janúar. „Þetta voru þrenn stór mistök og nú getum við bara vonað að þau fjórðu verði ekki gerð,“ sagði hann.

Frá og með deginum í dag eru allir skólar lokaðir og landsmenn mega aðeins yfirgefa heimili sín ef „nauðsyn“ krefur. Þá er einnig bannað að fara á milli héraða landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð