fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Fauci segir öll bóluefnin gegn kórónuveirunni vera áhrifarík

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. mars 2021 20:28

Bóluefni gegn kórónuveirunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Fauci, einn helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna og ráðgjafi Joe Biden, forseta, varðandi heimsfaraldur kórónuveirunnar, hvatti í gær landa sína til að láta bólusetja sig með einhverju af þeim þremur „mjög áhrifaríku“ bóluefnum sem nú eru í boði og til að fresta því ekki til að fá frekar eitthvað annað bóluefni.

Hann lét þessi orð falla eftir að bandaríska lyfjastofnunin gaf út neyðarleyfi til notkunar á bóluefninu frá Johnson & Johnson (J&J). CNN skýrir frá þessu.

„Þessi þrjú bóluefni eru mjög áhrifarík. Ég get sagt ykkur að ég hef verið bólusettur með einu þeirra. Það var frá Moderna,“ sagði hann í „State of the Union“ á CNN. „Ef ekki væri búið að bólusetja mig núna og ég þyrfti að velja á milli þess að fá bóluefnið frá J&J núna eða bíða eftir einhverju öðru þá myndi ég taka það bóluefni sem ég gæti fengið fyrst af þeirri einföldu ástæðu, eins og ég sagði rétt áðan, að við viljum að eins margir verði bólusettir eins fljótt og unnt er,“ bætti hann við.

Bóluefnið frá J&J er fyrsta bóluefnið gegn kórónuveirunni sem aðeins þarf eina sprautu af. Virkni þess reyndist vera 72% í tilraunum með það og það veitti 86% vernd gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID-19. Tilraunir með bóluefnið voru gerðar á 44.000 manns í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og Suður-Afríku.

Margir Bandaríkjamenn hafa haft áhyggjur af virkni bóluefnisins miðað við virkni bóluefnanna frá Pfizer og Moderna en þau veita um 95% vernd. Fauci sagðist skilja þessar áhyggjur en hafa þurfi í huga að til að bera bóluefnin alveg saman verði að gera samanburðarrannsókn og það hafi ekki verið gert.

J&J á nú þegar 4 milljónir skammta af bóluefninu sem geta farið strax í dreifingu og segist fyrirtækið geta afhent 20 milljónir skammta fyrir lok mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki