fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Telja rétt að íhuga breytta notkun andlitsgríma vegna kórónuveirufaraldursins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 07:50

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í takt við að ný og meira smitandi afbrigði kórónuveirunnar dreifast sífellt meira er kominn tími til að íhuga breytta notkun á andlitsgrímum til að draga úr dreifingu veirunnar. Þetta telja margir sérfræðingar.

Þeir benda til dæmis á að ein leið geti verið að nota einnota grímu og aðra fjölnota samtímis.

Vísindamenn hafa lengi verið sammála um að veiran dreifist aðallega í gegnum loftið og margt bendir til að örsmáar agnir, sem fylgja því að anda eða tala, geti borist margra metra.

Linsey Marr, prófessor við Virginia háskólann í Bandaríkjunum, sem vinnur að rannsóknum á sjúkdómum sem berast með lofti segir að það sé tvennt sem sker úr um hversu góð andlitsgríma sé, hversu vel hún þekur andlitið og hversu góð sía er í henni. „Góð sía fjarlægir eins margar agnir og hægt er og gríma, sem situr vel, tryggir að ekkert komist inn um hliðarnar á grímunni þar sem loft og veirur geta komist í gegn,“ sagði hún og benti á að lítið gat geti dregið úr virkni andlitsgrímu um 50%.

Hún segir að mikilvægt sé að margnota andlitsgrímur séu margra laga, best sé að í þeim sé hólf sem hægt sé að setja síu í en einnig sé hægt að nota einnota grímu og setja margnota yfir hana.

Hún lagði áherslu á að ekki eigi að nota meira en tvær grímur í einu því fólk þurfi að geta andað án erfiðleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann