Þeir benda til dæmis á að ein leið geti verið að nota einnota grímu og aðra fjölnota samtímis.
Vísindamenn hafa lengi verið sammála um að veiran dreifist aðallega í gegnum loftið og margt bendir til að örsmáar agnir, sem fylgja því að anda eða tala, geti borist margra metra.
Linsey Marr, prófessor við Virginia háskólann í Bandaríkjunum, sem vinnur að rannsóknum á sjúkdómum sem berast með lofti segir að það sé tvennt sem sker úr um hversu góð andlitsgríma sé, hversu vel hún þekur andlitið og hversu góð sía er í henni. „Góð sía fjarlægir eins margar agnir og hægt er og gríma, sem situr vel, tryggir að ekkert komist inn um hliðarnar á grímunni þar sem loft og veirur geta komist í gegn,“ sagði hún og benti á að lítið gat geti dregið úr virkni andlitsgrímu um 50%.
Hún segir að mikilvægt sé að margnota andlitsgrímur séu margra laga, best sé að í þeim sé hólf sem hægt sé að setja síu í en einnig sé hægt að nota einnota grímu og setja margnota yfir hana.
Hún lagði áherslu á að ekki eigi að nota meira en tvær grímur í einu því fólk þurfi að geta andað án erfiðleika.