fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Draugar fortíðarinnar herja á Bill Clinton

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 05:23

Bill Clinton mætti að sjálfsögðu þegar Joe Biden var settur í embætti forseta í janúar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bill Clinton var ákaflega vinsæll forseti, á meðan hann gegndi forsetaembættinu í Bandaríkjunum, og kannski hefur hann verið enn vinsælli sem fyrrum forseti. Hann þótti koma með nýjan og ferskan stíl inn í Hvíta húsið. En nú herja draugar fortíðarinnar á þennan 42. forseta Bandaríkjanna.

Bill Clinton hefur þótt hafa góða framkomu, vera sjarmerandi, rökfastur og bráðgreindur og fljótur að lesa í hið pólitíska landslag hverju sinni. Þetta hefur nýst Demókrötum vel þegar þeir hafa þurft að bæta við fylgi sitt fyrir kosningar, þá hefur þótt gott að fá hann til aðstoðar.

En eftir að MeToo-bylgjan hófst 2018 hafa draugar fortíðarinna sótt á Clinton. Margir muna eflaust eftir máli hans og Monicu Lewinsky, sem var lærlingur í Hvíta húsinu, en Clinton var dreginn fyrir ríkisrétt vegna kynferðislegs sambands hans við Lewinsky. Hann var sýknaður og fram hefur komið að samband hans við Lewinsky hafi ekki einkennst af þvingunum en 2018 sagði hún að sambandið hefði verið einhverskonar embættismisnotkun. „Hann var yfirmaður minn. Hann var valdamesti maðurinn á jörðinni. Hann var 27 árum eldri en ég . . . Hann var á hátindi ferilsins en ég var í fyrsta starfinu mínu,“ skrifaði hún í Vanity Fair. Málið hefur iðulega verið rifjað upp í tengslum við MeToo.

Bill Clinton hefur viðurkennt að það hafi verið full þörf fyrir MeToo-hreyfinguna en hann hefur hafnað því að biðja Lewinski persónulega afsökunar. „Ég hef reynt að sinna starfi mínu vel síðan og lífi mínu og lífinu með eiginkonu minni. Það er allt sem ég hef að segja um þetta,“ sagði hann í viðtali við NBC 2018.

Bill Clinton og Monica Lewinsky.

En þrátt fyrir þetta mál telja sérfræðingar að hann sé meðal þess þriðjungs Bandaríkjaforseta sem stóðu sig best á valdatíma sínum. Clinton hefur ekki dregið sig í hlé og var mjög sýnilegur í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember þar sem hann gagnrýndi Donald Trump og að kosningunum loknum gagnrýndi hann viðbrögð Trump við ósigrinum harðlega.

Þegar Clinton lét af völdum var hann stórskuldugur en hann skuldaði þá um 16 milljónir dollara, aðallega vegna kostnaðar við réttarhöldin. En hann og eiginkona hans, Hillary Clinton, hafa síðan snúið fjárhag sínum algjörlega við og eru eignir þeirra í dag taldar nema 120 milljónum dollara. Þau hafa bæði gefið út bækur og fengið vænar summur fyrir þær. Bill er einnig vinsæll fyrirlesari en það er ekki ókeypis að fá hann til að halda ræður en það kostar að sögn sem nemur um 30 milljónum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ótrúleg saga furðufuglsins sem var ranglega sakaður um tilraun til forsetamorðs

Ótrúleg saga furðufuglsins sem var ranglega sakaður um tilraun til forsetamorðs
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona mikið dökkt súkkulaði er hægt að borða áður en neyslan verður óholl

Svona mikið dökkt súkkulaði er hægt að borða áður en neyslan verður óholl