Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Fram kemur að ekki sé nóg með að það sé nógu slæmt að hafa gert þetta, þá hafi hún ekki komið honum til hjálpar heldur tekið þetta upp á myndband og deilt því á Snapchat.
Hún neitaði einnig að aka honum á sjúkrahús og faldi bíllyklana á meðan „húðin datt af handleggjum hans“.
„Ég hef smávegis samviskubit því hann fékk annars og þriðja stigs brunasár frá andliti niður að mitti og hann var lagður inn á sjúkrahús í skyndi. En já, svona getur gerst,“ skrifaði Sykes við myndbandið, sem hún birti á Snapchat, að því er segir í ákærunni.
Hún skrifaði einnig að kærastinn hafi grátbeðið hana um að aka sér á sjúkrahús en það vildi hún ekki. Honum tókst að finna bíllyklana og koma sér sjálfur á sjúkrahús þar sem alvarleiki áverka hans kom í ljós. Hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð og húðágræðslu.
„Að hella sjóðandi vatni yfir sofandi mann hefur alvarlega og sársaukafulla áverka í för með sér eins og kom í ljós í þessu máli,“ er haft eftir Berlin.
Ekki hefur komið fram af hverju Sykes hellti vatninu yfir kærastann.