fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

68% samdráttur í útflutningi í gegnum breskar hafnir til ESB eftir Brexit

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 07:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útflutningur, sem fór í gegnum breskar hafnir, var 68% minni í janúar á þessu ári en í janúar á síðasta ári. Aðalástæðan fyrir þessu eru vandamál sem fylgja Brexit.

Observer skýrir frá þessu. Fram kemur að samtök flutningabílafyrirtækja hafi sent ríkisstjórninni bréf í byrjun mánaðarins þar sem bent er á að samtökin hafi mánuðum saman varað við að vandræði myndu fylgja Brexit og að finna yrði leiðir til að leysa úr málunum. Þessar aðvaranir hafi að mestu verið hunsaðar.

Samdrátturinn var í flutningum með ferjum yfir Ermasund og í gegnum Ermasundsgöngin. Í bréfi samtakanna til ríkisstjórnarinnar segir að þau hafi lengi lagt áherslu á að fjölga þyrfti tollvörðum til að aðstoða fyrirtækin við þá miklu skriffinnsku og pappírsvinnu sem fylgi nú flutningum yfir Ermasund. Nú eru um 10.000 tollverðir að störfum en það er aðeins fimmtungur þess fjölda sem samtökin telja nauðsynlegan til að hægt sé að takast á við þá miklu skriffinnsku sem fylgir útflutningi eftir Brexit.

Auk þess að útflutingur dróst mikið saman þá segja fulltrúar samtakanna að 65-75% þeirra flutningabíla sem komu til Bretlands hafi farið tómir aftur til meginlandsins því engar vörur hafi beðið flutnings. Ástæðan séu tafir við pappírsvinnu og að sum bresk fyrirtæki hafi tímabundið stöðvað útflutning til ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð