JydskeVestkysten skýrir frá þessu. Fram kemur að réttarhöldin hafi hafist á þriðjudaginn en hin ákærðu hafi ekki munað mikið eftir atburðum kvöldsins. Hin ákærðu eru foreldrar afmælisbarnsins, móðurafi þess og tveir vinir foreldranna. Engin gat sagt hver lamdi hvern en ákæruvaldið telur að þau hafi, ásamt fleirum, ráðist á einn gest með höggum og spörkum. Sjö tennur brotnuðu í honum, hann fékk skurð á augabrún sem þurfti að sauma og einnig fékk hann glóðarauga.
„Það var blóð, mikið af blóði. Líklega einn lítri,“ sagði fórnarlambið fyrir dómi.
Allir gestirnir í veislunni þekkjast en allir eru í félagi Bosníumanna á Suður-Jótlandi. Málið hefur sett mikið mark á samfélag þeirra og mun væntanlega gera áfram.