The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að nýja útflutningstölur sýni að útflutningur á skosku viskíi hafi dregist saman um rúmlega þriðjung frá því að 25% tollur var lagður á það í október 2019. Tollarnir voru upphaflega lagðir á af ríkisstjórn Donald Trump sem refsiaðgerð vegna ríkisstyrkja Evrópuríkja til flugvélaframleiðandans Airbus.
Samtök skoskra viskíframleiðenda segja að framleiðendurnir séu enn að greiða dýru verði deilur tengdar flugiðnaðinum, deilur sem tengist þeim ekki á neinn hátt. Formaður samtakanna sagði að það væru bæði litlir og stórir framleiðendur sem verði fyrir barðinu á tollunum en Bandaríkin hafa áratugum saman verið stærsti og verðmætasti markaðurinn fyrir viskí frá Skotlandi. Hugsanlega muni hann aldrei jafna sig.