Kraken Mare er stærsta hafið á Satúrnusi. Í nýlegri rannsókn sýndu vísindamenn frá Cornell University fram á að það er rúmlega 300 metra djúpt. Live Science skýrir frá þessu. „Kraken Mare er ekki bara frábært nafn því það inniheldur einnig um 80% af yfirborðsvökva tunglsins,“ hefur Live Science eftir Valerio Poggiali, aðalhöfundi rannsóknarinnar.
Kraken Mare er um 500.000 ferkílómetrar á stærð og er á norðurhveli Titan.
Gögnin, sem vísindamennirnir notuðu við útreikninga sína, eru í raun frá 2014 en þá aflaði Cassini-geimfarið þeirra í síðustu ferð sinni til tunglsins. Geimfarinu var stýrt inn í gufuhvolf Satúrnusar 2017 og látið brenna upp.
Dýpt Kraken Mare var mæld úr 965 km hæð með ratsjá.
Þessi nýja vitneskja um Kraken Mare mun koma að gagni fyrir verkfræðingateymi hjá NASA sem vinnur nú að hönnun kafbáts sem er ætlað að rannsaka höf Titan en reiknað er með að hann verði sendur af stað á fjórða áratugnum ef verkefnið verður samþykkt.