Sky News skýrir frá þessu. Það var samvinnuverkefni lögreglunnar í Peking, Jiangsu og Shandong sem varð til þess að hægt var að stöðva söluna og handtaka meðlimi samtakanna. Sky News segir að samkvæmt fréttum kínverskra ríkisfjölmiðla þá hafi samtökunum verið stýrt frá Hong Kong og að þau hafi selt fölsuð bóluefni síðan í september. Hald var lagt á rúmlega 3.000 skammta af fölsuðu bóluefni.
Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði að kínversk yfirvöld hafi tilkynnt um málið til þeirra landa sem samtökin höfðu selt bóluefni til.