fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Pressan

Ný meðferðarúrræði við COVID-19 draga úr dánartíðninni en kúrvan er að fletjast út

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 06:57

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar leiðir við meðferð COVID-19-sjúklinga hafa á heimsvísu dregið úr hversu margir þeirra, sem eru lagðir inn á gjörgæslu, látast af völdum sjúkdómsins ef miðað er við upphaf faraldursins. En nú virðist sem þessi þróun sé að staðna.

Þetta kemur fram í greiningu á fjölda rannsókna en greiningin var birt á þriðjudaginn. Fram kemur að seinnipart mars á síðasta ári hafi um 60% COVID-19-sjúklinga á gjörgæsludeildum látist. Í lok maí var hlutfallið komið í 42% og í lok október var það komið í 36%. Það virðist því sem að þessi lækkandi dánartíðni sé nú að „fletjast út“ og staðna að mati vísindamannanna sem fóru í gegnum 52 rannsóknir þar sem 43.128 sjúklingar komu við sögu. Rannsóknirnar voru gerðar í Evrópu, Norður-Ameríku, Kína, Miðausturlöndum, Suður-Asíu og Ástralíu.

Nú veit heilbrigðisstarfsfólk betur hvað virkar og hvað virkar ekki í meðferð þeirra sem veikastir eru af sjúkdómnum. Fram kemur að sterar eins og dexamethason auki líkurnar töluvert á að sjúklingar, sem þurfa að vera í öndunarvél, lifi af. Einnig hefur meðhöndlun með súrefni og fleiri aðferðum þróast síðan í upphafi faraldursins. Áskoranir framtíðarinnar eru að álag á sjúkrahús getur aukist vegna nýrra afbrigða veirunnar og þau geta einnig stökkbreyst þannig að þau verði banvænni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Banna Ísraelsmönnum að koma til ferðamannaparadísarinnar

Banna Ísraelsmönnum að koma til ferðamannaparadísarinnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 5 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949