fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Pressan

Aðeins 5,4% þeirra sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni í Bandaríkjunum eru svartir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 18:30

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin hefur komist að því að aðeins 5,4% þeirra sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni í Bandaríkjunum eru svartir. Þetta er lægra hlutfall en hlutfall svartra á dvalarheimilum og svartra heilbrigðisstarfsmanna. Á dvalarheimilum eru um 14% íbúanna svartir og í heilbrigðiskerfinu er um 16% starfsfólksins svart. Íbúar á dvalarheimilum og heilbrigðisstarfsfólk er í forgangshópum hvað varðar bólusetningu.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að smitsjúkdómastofnunin hvetji þó til varkárni við túlkun á tölunum þar sem gögnin, sem þær eru unnar upp úr, séu ekki alveg nægilega góð og það vanti upp á þau. 64 ríki og yfirráðasvæði hafa fengið bóluefni og það hafa fimm alríkislögsögusvæði einnig fengið. Öll hafa þau skráð aldur og kyn þeirra sem hafa verið bólusettir til þessa en aðeins rétt rúmlega helmingur hefur skráð kynþátt eða uppruna fólks.

Gögn um notkun tæplega 13 milljóna skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni voru skoðuð en þau voru notuð á tímabilinu frá 14. desember til 14. janúar. Af þeim sem voru bólusettir og vitað er um kynþátt þá voru 60,4% hvítir, 11,5% af suður-amerískum uppruna, 6% af asískum uppruna, 5,4% svartir og 14,4% af blönduðum uppruna.

Í Bandaríkjunum er dánartíðnin af völdum COVID-19 1,5 sinnum hærri hjá svörtum en hvítum og hjá fólki af suður-amerískum uppruna er dánartíðnin 1,2 sinnum hærri en hjá hvítum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Í gær

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kanadamenn minna á góðvild sína á dimmasta degi Bandaríkjanna

Kanadamenn minna á góðvild sína á dimmasta degi Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir