fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Ryanair segist hugsanlega tapa 1 milljarði evra á árinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 20:30

Ryanair lætur finna fyrir sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lággjaldaflugfélagið Ryanair býst við erfiðu rekstrarári og segist hugsanlega tapa 1 milljarði evra á árinu. Talsmenn fyrirtækisins segja að ESB verði að auka hraðann í bólusetningum gegn kórónuveirunni en veiran hefur farið illa með Ryanair eins og flest önnur flugfélög. Farþegafjöldinn hjá félaginu dróst saman um 78% á síðasta ársfjórðungi 2020 miðað við sama tíma 2019.

Félagið segir að það hafi aldrei glímt við eins erfitt rekstrarumhverfi og nú síðan það var stofnað fyrir 35 árum.

Tap þess nam 306 milljónum evra á fjórða ársfjórðungi 2020 og má rekja það til ferðatakmarkana og annarra sóttvarnaaðgerða í Evrópu. Flugfélagið var síðast rekið með tapi 2009.

Í tilkynningu frá félaginu segir að ESB verði að setja aukinn kraft í bólusetningaáætlun sína til að halda í við Breta, núverandi hægagangur ógni bókunum hjá félaginu.

Michael O’Leary, forstjóri félagsins, segist treysta á að fólk muni ferðast næsta sumar og segist reikna með að Bretar muni fara til sólarstranda. Í viðtali við BBC Radio 4 sagði hann að þar sem 93% af öllum dauðsföllum af völdum kórónuveirunnar eigi sér stað hjá fólki eldra en 65 ára verði engin þörf á ferðatakmörkunum þegar búið verður að bólusetja fólk í þessum aldurshópi í Bretlandi og á meginlandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Í gær

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi sagður búa sig undir dauðann

Frans páfi sagður búa sig undir dauðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að nauðga og myrða írskan bakpokaferðalang

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að nauðga og myrða írskan bakpokaferðalang
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag