fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

COVID-tunga gæti verið eitt merki um smit

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 05:30

Eðlileg tunga og COVID19-tunga. Mynd:Nuno-Gonzalez et al., British Journal of Dermatology, 2020

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bólgin eða blettótt tunga getur verið merki um kórónuveirusmit að því er segir í niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Science Alert skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn hafi komist að því að einn af hverjum fjórum kórónuveirusjúklingum hafi tekið eftir breytingum á tungu sinni. Þær hafi bólgnað, bólur myndast á yfirborðinu, sprungur myndast og/eða aflitaðir blettir. Lítill hluti sjúklinganna sagðist einnig hafa fundið fyrir brunatilfinningu í munninum.

Niðurstöðurnar byggjast á rannsókn á 666 sjúklingum með COVID-19 og milda eða miðlungsmikla lungnabólgu. Allir voru þeir á sjúkrahúsi á Spáni. Fyrrnefndum einkennum fylgdi oft missir á bragðskyni en það er mjög algengt einkenni kórónuveirusmits.

Vísindamennirnir vita ekki hversu algeng þessi einkenni eru því sjúklingarnir, sem tóku þátt í rannsókninni, voru með miðlungsmikla sýkingu og vita vísindamennirnir því ekki hvort sömu einkenni geri vart við sig hjá fólki með mildari einkenni eða alvarlegri.

Vitað er að veirusýkingar geta valdið einkennum í munni og á tungunni en ekki liggja mikil gögn fyrir um þetta hjá COVID-19-sjúklingum. Ein af ástæðunum fyrir því er að læknar og vísindamenn forðast að koma meira nær munni sjúklinga en þörf er á þar sem veiran er svo smitandi.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í The British Journal of Dermatology.

Í rannsókninni kom einnig fram að um 40% sjúklinganna höfðu upplifað húðvandamál í lófum eða á iljum. Þar á meðal brunatilfinningu, roða, húðlos og litlar bólur. Um einn af hverjum tíu hafði einnig fengið útbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans