fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Aldrei hafa jafn margir látist af völdum COVID-19 í einum mánuði í Bandaríkjunum og í janúar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 18:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar létust að minnsta kosti 95.245 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. Aldrei hafa jafn margir látist af völdum sjúkdómsins í einum mánuði þar í landi.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að ekki sé að sjá að mikið muni draga úr dauðsföllum af völdum sjúkdómsins á næstunni. Vægustu spár geri ráð fyrir að 200.000 látist fram til 1. maí.

Embættismenn vinna hörðum höndum að því að dreifa bóluefnum og bólusetja sem flesta en samkvæmt bjartsýnustu spám þá bendir flest til að flestir verði að bíða fram á sumar eftir að verða bólusettir. Bólusetningar fara fram í kapphlaupi við tímann því tvö ný og bráðsmitandi afbrigði veirunnar breiðast nú hratt út.

Sérfræðingar hvetja landsmenn til að nota andlitsgrímur, halda góðri fjarlægð sín á milli og annað það er telst til nauðsynlegra sóttvarnaaðgerða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“