CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að ekki sé að sjá að mikið muni draga úr dauðsföllum af völdum sjúkdómsins á næstunni. Vægustu spár geri ráð fyrir að 200.000 látist fram til 1. maí.
Embættismenn vinna hörðum höndum að því að dreifa bóluefnum og bólusetja sem flesta en samkvæmt bjartsýnustu spám þá bendir flest til að flestir verði að bíða fram á sumar eftir að verða bólusettir. Bólusetningar fara fram í kapphlaupi við tímann því tvö ný og bráðsmitandi afbrigði veirunnar breiðast nú hratt út.
Sérfræðingar hvetja landsmenn til að nota andlitsgrímur, halda góðri fjarlægð sín á milli og annað það er telst til nauðsynlegra sóttvarnaaðgerða.