Þegar hann vaknaði biðu hans því fréttir af heimsfaraldri. Að auki hefur hann tvisvar smitast af kórónuveirunni, í fyrra skiptið á meðan hann var í dái og í síðara skiptið eftir að hann var vaknaður. Hann er nú á batavegi en ekki er enn vitað hversu mikið hann skilur af því sem honum er sagt um heimsfaraldurinn. „Við vitum ekki hversu mikið hann skilur því slysið varð áður en gripið var til fyrstu sóttvarnaaðgerðanna og hann hefur sofið næstum allan heimsfaraldurinn,“ hefur Daily Mail eftir Sally Flavill-Smith, frænku hans.
„Þetta er erfitt því við vitum að hann er kominn til meðvitundar en hvernig útskýrir maður heimsfaraldurinn fyrir einhverjum sem hefur verið í dái?,“ sagði hún einnig.
Hann hefur tekið framförum eftir að hann vaknaði og er fjölskylda hans vongóð um að hann nái góðum bata. „Í fyrstu voru augu hans opin en hann sýndi ekki viðbrögð við neinu en síðustu vikur hefur hann tekið miklum framförum. Hann reynir að eiga í samskiptum með því að blikka og brosa. Hann lyftir einnig útlimunum þegar hann er beðinn um það,“ sagði Sally.
Vegna heimsfaraldursins getur fjölskylda hans ekki heimsótt hann en á í samskiptum við hann á Facetime.