fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Líkkisturnar hrúgast upp í Bretlandi – „Það eru svo margir. Þetta er miskunnarlaust.“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 06:38

Útför í skugga kórónuveirufaraldurs á Englandi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári fóru 90.000 fleiri útfarir fram í Bretlandi en hefðu átt að fara fram ef ástandið væri eðlilegt. En kórónuveirufaraldurinn setti mark sitt á árið og varð fjölda fólks að bana. Ástandið er ekki betra þessa dagana en í janúar létust rúmlega 30.000 manns af völdum COVID-19. Allt að fimm vikna bið er nú eftir að útfarir geti farið fram og líkhús og útfararstofur eru yfirfullar.

Mirror skýrir frá þessu. Fram kemur að yfirleitt séu janúar og febrúar annasömustu mánuðir ársins hjá útfararstjórum og nú séu andlátin þriðjungi fleiri en í meðalári.

Samtök útfararstjóra segja að ástandið sé verst í miðhluta landsins þar sem meðalbiðtíminn eftir útför sé rúmlega þrjár vikur. Alls staðar, nema í Manchester og Liverpool, hefur biðtíminn eftir útförum lengst en talið er að mörg hundruð útfararstjórar séu orðnir uppiskroppa með pláss fyrir lík.

„Þetta hefur aldrei verið eins slæmt og það er nú,“ er haft eftir David Barrington, sem rekur 70 ára gamla útfararþjónustu, Barrington Funeral Service.  „Við förum með einn út og tökum annan inn. Við getum ekki tekið neinn inn fyrr en við höfum jarðsett einn. Það eru svo margir. Þetta er miskunnarlaust,“ sagði hann einnig.

Hann sagði einnig að töluvert fleira ungt fólk væri jarðsett núna en áður. „Við erum með fjölskyldur sem hafa misst tvo eða þrjá. Í þessari viku vorum við með fjölskyldu, við vorum með eiginmann konu og nú er faðir hennar látinn, báðir úr COVID-19, á einni viku.“

Strangar fjöldatakmarkanir eru í gildi við útfarir og mega 30 vera viðstaddir á Englandi, 25 á Norður-Írlandi, 30 í Skotlandi en í Wales ræður stærð útfararstaðarins fjöldanum.

Útfararstofan Uden & Sons í Lundúnum hefur staðið fyrir níu „tvöföldum útförum“ það sem af er ári en það er sami fjöldi og er yfirleitt á einu ári. Biðin eftir útför er allt að fimm vikur en í fyrstu bylgju faraldursins var hún ein og hálf vika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum
Pressan
Í gær

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra