Japanskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu nýlega. Það var móðirin sem var skráð á leigusamninginn á íbúðinni sem er í Tókýó. Um miðjan janúar var dóttirin borin út úr íbúðinni því hún hafði ekki greitt húsaleigu. Þegar hreingerningarfólk kom til að þrífa íbúðina og gera hana tilbúna fyrir næsta leigjanda fann það lík móðurinnar í frystikistu sem var falin inni í skáp. Lögreglan hafði uppi á dótturinni og handtók hana á hóteli í Chiba, sem er nærri Tókýó.
Rannsókn réttarmeinafræðinga skar ekki úr um hvernig móðirin lést en engir áverkar voru á líkinu. Talið er að konan hafi verið um sextugt þegar hún lést. Dóttirin er nú í haldi, grunuð um að hafa leynt andláti og líki móður sinnar. Hún er ekki grunuð um morð.