The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt nýrri skýrslu þá hafi ríkasta fólk heims auðgast enn frekar i heimsfaraldri kórónuveirunnar. Einnig kemur fram að tæplega 875.000 Lundúnabúar séu milljónamæringar, í dollurum talið. Í New York eru þeir 820.000. Skýrslan var unnin af fasteignaráðgjafafyrirtækinu Knight Frank.
Fram kemur að á sama tíma og einn af hverjum tíu Lundúnabúum teljist vera milljónamæringur í dollurum þá lifi rúmlega 2,5 milljónir borgarbúa, 28% borgarbúa, í fátækt samkvæmt opinberum tölum.