fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Segja að bréf sýni að FBI og lögreglan í New York hafi komið að morðinu á Malcolm X

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 18:30

Reggie Wood, lögmaður, kynnti bréfið á fréttamannafundi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru rúmlega 56 ár síðan bandaríski mannréttindafrömuðurinn Malcom X var myrtur í New York. Mál hans eru enn ofarlega á baugi og nýlega birtu lögmenn og ættingjar hans ný gögn sem þeir segja sýna að lögreglan í New York borg og alríkislögreglan FBI hafi tekið þátt í samsæri um morðið á honum.

Um er að ræða bréf sem lögreglumaður, sem að sögn villti á sér heimildir og blekkti tvo af lífvörðum Malcom X til að fremja glæp nokkrum dögum áður en hann var myrtur, skrifaði á dánarbeði sínu. Mennirnir voru handteknir í kjölfarið og gátu því ekki sinnt öryggisgæslu í Audubon Ballroom í Washington Heights daginn sem Malcolm X var myrtur.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að lögreglumaðurinn hafi heitið Raymond Wood. Það var frænka hans sem heimilaði birtingu þess að honum látnum. Það var lesið upp á fréttamannafundi á laugardaginn þar sem dætur Malcolm X og fleiri ættingjar voru viðstaddir. Ekki var skýrt frá neinu varðandi andlát Wood.

Í bréfinu segir hann að yfirmenn hans í lögreglunni hafi fyrirskipað honum hvetja félaga í mannréttindahópum til að fremja afbrot.

Á síðasta ári tók Netflix til sýninga heimildarmyndaþáttaröðina „Who Killed Malcolm X?“ þar sem meðal annars var velt upp hvort tveir af þeim þremur sem voru sakfelldir fyrir morðið  hafi verið saklausir. Í kjölfar sýningar heimildarmyndarinnar tók Cyrus Vance Jr. saksóknari á Manhattan, málið til skoðunar. Í kjölfar fréttamannafundarins á laugardaginn sagði hann að enn væri verið að skoða málið. Lögreglan í New York sendi frá sér yfirlýsingu eftir fréttamannafundinn og sagðist hafa afhent Vance öll gögn sem tengjast málinu. FBI hefur ekki tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn