fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Segja að löng og nákvæm undirbúningsvinna hafi legið að baki morðinu á aðalkjarnorkusérfræðingi Írana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 05:27

Frá útför Mohsen Fakhrizadeh. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gegnum tíðina hefur ísraelska leyniþjónustan Mossad staðið á bak við fjölmörg og umdeild verkefni, þar á meðal morð á andstæðingum Ísraels. Mossad tjáir sig ekki um slíkar aðgerðir en þvertekur heldur ekki fyrir að hafa komið að ýmsum verkefnum, þar á meðal morðum.

Á áttunda og níunda áratugnum elti Mossad uppi þá meðlimi Svarta september, sem voru hryðjuverkasamtök Palestínumanna, sem höfðu tekið þátt í morðunum á ísraelskum íþróttamönnum á Ólympíuleikunum í München 1972, og myrti þá. 2010 myrtu útsendarar Mossad herskáan leiðtoga Hamas hryðjuverkasamtakanna á hóteli í Dubai. Útsendarar Mossad þóttust vera tennisspilarar til að komast nærri leiðtoganum. Síðasta verkefni Mossad hefur ekki vakið minni athygli og þykir einstaklega djarft. Þetta kemur fram í umfjöllun The Jewis Chronicle um málið.

The Jewis Chronicle er vikublað með höfuðstöðvar í Lundúnum. Blaðið segist hafa fengið staðfest að 20 útsendarar Mossad hafi staðið á bak við morðið á Mohsen Fakhrizadehs, yfirmanni kjarnorkuáætlunar Írana, þann 27. nóvember síðastliðinn. Hann var þá skotinn til bana, með fjarstýrðri vélbyssu, þegar hann var á leið heim til sín.

Blaðið segir að útsendarar Mossad hafi smyglað eins tonns þungri sjálfvirkri vélbyssu til Írans. Var byssunni smyglað í hlutum. Henni var komið fyrir á palli pallbifreiðar. Með byssunni var Fakrhizdehs, sem var 59 ára kjarneðlisfræðingur, skotinn 13 skotum. Blaðið segist hafa þetta eftir heimildarmönnum innan ísraelsku leyniþjónustunnar.

Umfjöllun blaðsins passar að mestu við það sem írönsk yfirvöld hafa sagt um morðið. Þau bentu nær strax á Ísrael og sögðu Ísraelsmenn bera ábyrgð. New York Times komst að sömu niðurstöðu og byggði það á frásögnum þriggja heimildarmanna innan leyniþjónustunnar. Ísraelsk yfirvöld hafa ekki viljað tjá sig um málið. „Við tjáum okkur aldrei um svona hluti,“ sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar í síðustu viku að sögn Reuters.

Átta mánaða undirbúningur

The Jewish Chronicle segir að átta mánaða undirbúningur hafi legið að baki morðinu. Bæði ísraelskir og íranskir útsendarar tóku þátt í undirbúningnum. „Teymið gerði ótrúlega nákvæma áætlun, mínútu fyrir mínútu. Í átta mánuði önduðu þeir, vöknuðu, sváfu og hreyfðu sig með þessu manni. Þeir hljóta að hafa fundið lyktina af rakspíranum hans á hverjum morgni, ef hann notaði rakspíra. Þeir þekktu daglega rútínu hans, hversu hratt hann ók og hvenær,“ hefur blaðið eftir heimildarmanni.

Byssan, sem var notuð við morðið, var fjarstýrð en eins nákvæm og hægt er. Eiginkona Fakhrizdehs var með honum í bílnum og varð hún ekki fyrir einu einasta skoti. Það sama á við um lífverði hans, þeir sluppu allir ósærðir. Írönsk stjórnvöld sögðu þó að einn lífvörður hefði verið skotinn fjórum skotum.

Blaðið segir að Ísraelsmenn hafi staðið einir að morðinu og hafi því ekki fengið neina aðstoð frá Bandaríkjunum eins og sumir hafa talið. Blaðið segir einnig að morðið hafi verið þungt högg fyrir kjarnorkuáætlun Írana og seinki þeim um tvö ár við að smíða kjarnorkuvopn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð