ITV News skýrir frá þessu og segir að það hafi verið vísindamenn við De Montfort háskólann í Leicester sem hafi rannsakað hversu lengi kórónuveiran gæti lifað á þremur efnum sem oft eru notuð í heilbrigðisgeiranum.
Niðurstaðan er að pólýester er það efni sem veiran kann best við sig á og getur lifað á því í allt að 72 klukkustundir og borist yfir á aðra fleti.
Í rannsókninni voru örsmáir dropar af kórónuveirunni HcoV–OC43, sem er mjög svipuð kórónuveirunni sem herjar á heimsbyggðina þessi misserin, látnir á pólýester, blöndu af pólýester og bómull og hreina bómull.
Á hreinni bómull lifði veiran í 24 klukkustundir en aðeins í sex klukkustundir á blöndunni af pólýester og bómull.