CBS sjónvarpsstöðin tilkynnti þetta og Kelsey Grammer, sem leikur Fraiser, staðfesti þetta að sögn BBC.
Fraiser er ein af vinsælustu sjónvarpsþáttaröðum sögunnar. Þættirnir voru á dagskrá frá 1993 til 2004 og fengu 37 Emmyverðlaun, fimm fyrir að vera besta gamanþáttaröðin.
„Það hefur lengi verið kallað eftir því að þáttaröðin haldi áfram og því kalli hefur nú verið svarað,“ sagði David Stapf, forstjóri CBS.
Þættirnir verða sýndir á nýrri efnisveitu, Paramount+, en ekki hefur verið skýrt frá hvenær þeir eru væntanlegir á skjáinn.
Ekki hefur verið skýrt frá hvort einhverjir af hinum leikurunum í þáttunum verði með að þessu sinni.