fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Fraiser snýr aftur á skjáinn eftir tæplega 20 ára hlé

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 18:00

Kelsey Grammer í hlutverki Fraiser Crane.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir þá sem muna eftir sjónvarpsþáttunum um útvarpssálfræðinginn Fraiser og höfðu gaman af þá kemur hér besta frétt dagsins, eða svona allt að því. Í gær var tilkynnt að þættirnir snúi aftur á skjáinn eftir tæplega 20 ára hlé.

CBS sjónvarpsstöðin tilkynnti þetta og Kelsey Grammer, sem leikur Fraiser, staðfesti þetta að sögn BBC.

Fraiser er ein af vinsælustu sjónvarpsþáttaröðum sögunnar. Þættirnir voru á dagskrá frá 1993 til 2004 og fengu 37 Emmyverðlaun, fimm fyrir að vera besta gamanþáttaröðin.

„Það hefur lengi verið kallað eftir því að þáttaröðin haldi áfram og því kalli hefur nú verið svarað,“ sagði David Stapf, forstjóri CBS.

Þættirnir verða sýndir á nýrri efnisveitu, Paramount+, en ekki hefur verið skýrt frá hvenær þeir eru væntanlegir á skjáinn.

Ekki hefur verið skýrt frá hvort einhverjir af hinum leikurunum í þáttunum verði með að þessu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni