fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Finnar grípa til harðra sóttvarnaaðgerða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 08:35

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að gripið verði til harða sóttvarnaaðgerða í mars til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Veitingastöðum verður gert að loka og frá 8. mars og næstu þrjár vikur á eftir verður gripið til umfangsmikilla lokanna á samfélagsstarfsemi. Það er hið svokallaða enska afbrigði, B117, sem breiðist nú hratt út í Finnlandi.

Auk veitingastaða verður skólum lokað fyrir nemendur eldri en 13 ára og fá þeir fjarkennslu. Ekki mega fleiri en sex koma saman hverju sinni og þeir sem það geta eiga að vinna heima hjá sér.

Sanna Marin, forsætisráðherra, sagði að ein aðalástæðan fyrir þessu væri B117 afbrigðið og seinkun á bólusetningum. „Ég veit að þið eruð þreytt. Það er ég líka. En við verðum að komast í gegnum þetta og núna er ástandið slæmt. Enska afbrigðið er slæmt,“ sagði hún.

Vasabladet segir að Anna Maja Henriksson, dómsmálaráðherra, hafi sagt að það sé ljós fyrir enda ganganna. „Þau skref sem við tökum nú miða að því að binda endi á faraldurinn. Þess vegna er mikilvægt að vera sterk aðeins lengur,“ sagði hún á fréttamannafundi.

Nú þegar þarf að nota andlitsgrímur á opinberum stöðum og halda tveggja metra fjarlægð.

Finnum hefur gengið ágætlega að eiga við faraldurinn. Þar búa um 5,5 milljónir, 737 hafa látið lífið af völdum COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur