Auk veitingastaða verður skólum lokað fyrir nemendur eldri en 13 ára og fá þeir fjarkennslu. Ekki mega fleiri en sex koma saman hverju sinni og þeir sem það geta eiga að vinna heima hjá sér.
Sanna Marin, forsætisráðherra, sagði að ein aðalástæðan fyrir þessu væri B117 afbrigðið og seinkun á bólusetningum. „Ég veit að þið eruð þreytt. Það er ég líka. En við verðum að komast í gegnum þetta og núna er ástandið slæmt. Enska afbrigðið er slæmt,“ sagði hún.
Vasabladet segir að Anna Maja Henriksson, dómsmálaráðherra, hafi sagt að það sé ljós fyrir enda ganganna. „Þau skref sem við tökum nú miða að því að binda endi á faraldurinn. Þess vegna er mikilvægt að vera sterk aðeins lengur,“ sagði hún á fréttamannafundi.
Nú þegar þarf að nota andlitsgrímur á opinberum stöðum og halda tveggja metra fjarlægð.
Finnum hefur gengið ágætlega að eiga við faraldurinn. Þar búa um 5,5 milljónir, 737 hafa látið lífið af völdum COVID-19.