Metro skýrir frá þessu. Fram kemur að dómurinn byggi á lagabreytingu sem var gerð en hún kveður á um að ef hjón hafa ekki sinnt heimilisstörfunum til jafns geti það sem sá um megnið af þeim farið fram á bætur vegna þess ef til skilnaðar kemur. Áður þurfti að setja sérstakt ákvæði um þetta í kaupmála en nú þarf þess ekki lengur.
Dómarinn, Feng Miao, rökstyður dóm sinn með því að heimilisstörfin hafi skapað eignaverðmæti sem hafi aukið möguleika makans á að hagnast fjárhagslega.
Dómurinn hefur vakið athygli og miklar umræður á samfélagsmiðlum í Kína. Ekki bara af því að þetta er fyrsti dómurinn þessara tegundar heldur einnig vegna þess að fólk finnist almennt að konan hafi fengið allt of lágar bætur.