fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Dæmdur til að greiða fyrrum eiginkonu sinni fyrir heimilisstörfin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 07:45

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskur dómstóll dæmdi nýlega mann til að greiða fyrrum eiginkonu sinni sem nemur um einni milljón íslenskra króna fyrir heimilisstörfin sem hún sá að mestu um í þau fimm ár sem þau voru gift. Að auki þarf hann að greiða henni mánaðarlegt framlag upp á sem nemur um 40.000 íslenskum krónum um ókomna framtíð.

Metro skýrir frá þessu. Fram kemur að dómurinn byggi á lagabreytingu sem var gerð en hún kveður á um að ef hjón hafa ekki sinnt heimilisstörfunum til jafns geti það sem sá um megnið af þeim farið fram á bætur vegna þess ef til skilnaðar kemur. Áður þurfti að setja sérstakt ákvæði um þetta í kaupmála en nú þarf þess ekki lengur.

Dómarinn, Feng Miao, rökstyður dóm sinn með því að heimilisstörfin hafi skapað eignaverðmæti sem hafi aukið möguleika makans á að hagnast fjárhagslega.

Dómurinn hefur vakið athygli og miklar umræður á samfélagsmiðlum í Kína. Ekki bara af því að þetta er fyrsti dómurinn þessara tegundar heldur einnig vegna þess að fólk finnist almennt að konan hafi fengið allt of lágar bætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“